Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 24. nóvember 2014 13:58
Magnús Már Einarsson
Boyd sló met Gylfa
George Boyd.
George Boyd.
Mynd: Getty Images
George Boyd, leikmaður Burnley, setti met í 2-1 sigri liðsins á Stoke um helgina þegar hann hljóp 13,3 kílómetra.

Enginn leikmaður hefur hlaupið meira í einum leik í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en Boyd sló met sem Gylfi Þór Sigurðsson setti gegn Manchester United í ágúst.

Gylfi er einnig með þriðja besta árangurinn þegar kemur að hlaupalengd á tímabilinu og Boyd er í því fjórða. Þessir tveir leikmenn eru því í sérflokki í þessum tölum.

Topp tíu listinn
1. George Boyd – BURNLEY v Stoke – 13,3 km
2. Gylfi Sigurðsson – SWANSEA v Man Utd – 13,1 km
3. Gylfi Sigurðsson – SWANSEA v Burnley – 13 km
4. George Boyd – BURNLEY v Hull City – 12,9 km
5. Morgan Schneiderlin – SOUTH'TON v Newcastle 12,9 km
6. Christian Eriksen – TOTTENHAM v Newcastled 12,8 km
7. Mathieu Flamini – ARSENAL v Leicester City – 12,8 km
8. Dean Hammond – LEICESTER CITY v Arsenal 12,8 km
9. George Boyd – BURNLEY v West Ham – 12,7 km
10. James Milner – MAN CITY v Aston Villa 12,7 km
Athugasemdir
banner
banner
banner