Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 24. nóvember 2014 10:45
Magnús Már Einarsson
Casillas tilnefndur sem markvörður ársins í heiminum
Neuer hefur átt frábært ár.
Neuer hefur átt frábært ár.
Mynd: Getty Images
Búið er að tilkynna þá fimm leikmenn sem koma til greina sem markvörður ársins í vali FIFA FIFPro.

Um er að ræða kosningu hjá atvinnumönnum í fótbolta í heiminum.

Athygli vekur að Iker Casillas er á lista þrátt fyrir að hafa verið skelfilegur á HM og ekki spilað jafnmikið með Real Madrid og undanfarin ár.

Manuel Neuer þykir líklegastur til að hirða verðlaunin en hann varð heimsmeistari með Þjóðverjum og þýskur meistari með FC Bayern.

Markverðirnir sem eru tilnefndir
Manuel Neuer (Þýskaland/FC Bayern),
Claudio Bravo (Síle/Barcelona),
Thibaut Courtois (Belgía/Chelsea),
Iker Casillas (Spánn/Real Madrid),
Gianluigi Buffon (Ítalía/Juventus)
Athugasemdir
banner
banner