mán 24. nóvember 2014 21:53
Ívan Guðjón Baldursson
England: Aston Villa stöðvaði sigurgöngu Southampton
Gabby Agbonlahor er leiftursnöggur og slapp innfyrir vörn Southampton í fyrri hálfleik.
Gabby Agbonlahor er leiftursnöggur og slapp innfyrir vörn Southampton í fyrri hálfleik.
Mynd: Getty Images
Aston Villa 1 - 1 Southampton
1-0 Gabby Agbonlahor ('29)
1-1 Nathan Clyne ('81)

Aston Villa stöðvaði sigurgöngu Southampton í lokaleik tólftu umferðar Úrvalsdeildarinnar.

Gestirnir voru betri í leiknum en heimamenn komust yfir þegar Gabby Agbonlahor komst innfyrir vörnina, lék á Fraser Forster sem átti heimskulegt úthlaup, og skoraði örugglega í autt markið.

Leikmenn Southampton sóttu hvað þeir gátu en tókst ekki að jafna fyrr en undir lok leiksins þegar bakvörðurinn Ryan Bertrand lagði boltann á kollega sinn í hinni bakvarðarstöðunni, Nathaniel Clyne, sem jafnaði á 81. mínútu.

Lokatölur 1-1 og Southampton er í 2. sæti, sex stigum frá toppliði Chelsea, á meðan Aston Villa er tveimur stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner