mán 24. nóvember 2014 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mino Raiola: Pogba er dýrasti leikmaður heims
Juventus hafnaði tveimur tilboðum síðasta sumar
Pogba hefur skorað 5 mörk í 22 leikjum með franska A-landsliðinu.
Pogba hefur skorað 5 mörk í 22 leikjum með franska A-landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, einn frægasti umboðsmaður knattspyrnuheimsins, segir Paul Pogba vera dýrasta leikmann í heimi.

Franski miðjumaðurinn Pogba var að skrifa undir nýjan samning við Juventus sem gildir til 2019. Pogba er aðeins 21 árs gamall og á 22 landsleiki að baki fyrir A-landslið Frakklands.

,,Pogba er dýrasti leikmaður í heimi um þessar mundir," sagði Raiola við Gr Parlamento.

,,Hann á í frábæru sambandi við Juventus sem er gríðarlega sterkt félag og getur haldið honum í sínum röðum í langan tíma. Það er önnur saga með Serie A deildina, ef Pogba ákveður að fara þá verður það ekki útaf Juventus heldur vegna gæða deildarinnar.

,,Paul er ánægður hjá Juventus og hafnaði félagið tveimur tilboðum í leikmanninn síðasta sumar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner