Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 24. nóvember 2014 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Roberto Mancini: Þetta tekur tíma
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini, þjálfari Internazionale á Ítalíu, segir að það komi til með að taka tíma að laga liðið.

Inter gerði 1-1 jafntefli við Milan í nágrannaslag á San Siro í gær en Jeremy Menez kom Milan yfir áður en Joel Obi jafnaði metin.

Mancini tók við Inter á dögunum eftir að Walter Mazzarri var látinn taka poka sinn en Mancini þekkir vel til hjá Inter.

,,Nágrannaslagir eru alltaf erfiðir. Ég er ánægður með hvernig liðið hreyfði sig þar sem við höfum bara haft fimm daga til þess að breyta úr taktík sem liðið notaði í eitt og hálft ár," sagði Mancini.

;,Þetta tekur tíma en okkar markmið er að vinna eins marga leiki og mögulegt er og það hratt," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner