banner
   mán 24. nóvember 2014 17:42
Elvar Geir Magnússon
Segir Wenger ekki læra af mistökum
Alisher Usmanov.
Alisher Usmanov.
Mynd: Getty Images
Næst stærsti hluthafi Arsenal, Alisher Usmanov, segir að félagið þurfi að styrkja sig á öllum vígstöðvum til að keppa við bestu lið Evrópu.

Hann sakar knattspyrnustjórann Arsene Wenger um að gera sömu mistökin ítrekað.

Arsenal hefur gengið bölvanlega gegn toppliðum enska boltans og tapaði fyrir Manchester United um helgina.

„Hann er einn helsti þjálfari fótboltans, ekki bara í Evrópu heldur í heiminum. Allir gera mistök og hann er engin undantekning. Það er stundum erfitt að játa mistökin," segir Usmanov.

„Það er ekki hægt að laga það sem er rangt nema að viðurkenna mistökin, annars losnar maður ekki við þau. Það er ekki hægt að viðhalda neinni snilld nema maður viti að maður hafi gert mistök."

Usmanov segir að Arsenal þurfi að styrkja lið sitt í öllum stöðum til að geta keppt við bestu lið Englands, Chelsea og Manchester United, og helstu lið Evrópu eins og Real Madrid og Barcelona.

Arsenal er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki byrjað eins illa á tímabili síðan 1982-83.
Athugasemdir
banner
banner
banner