Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. nóvember 2014 14:33
Magnús Már Einarsson
Leikmannamál
Skúli Jón: Guðlast að fara í annað íslenskt lið en KR
Skúli í leik með KR fyrir nokkrum árum.
Skúli í leik með KR fyrir nokkrum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
,,Ég er ennþá að skoða mín mál erlendis," sagði Skúli Jón Friðgeirsson við Fótbolta.net í dag.

Skúli var í láni hjá Gefle frá Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili en hann hefur náð samkomulagi um starfslok hjá síðarnefnda félaginu.

Hinn 26 ára gamli Skúli verður laus allra mála um áramót og hann stefnir á að leika áfram erlendis.

,,Ég er að bíða eftir ákveðnum hlutum og svo sjáum við til. Eins og staðan er núna er ekkert í gangi þannig lagað."

,,Ég vil mjög mikið vera áfram úti ef ég finn rétt lið. Ég ætla ekki að vera úti bara til að vera úti. Ég vil spila í sterkri deild og ef ég finn ekkert sem passar þá er ekkert að því að koma heim."


Skúli Jón er uppalinn KR-ingur og hann segir að einungis Vesturbærinn komi til greina ef hann kemur heim.

,,Við tölum saman og höfum alltaf gert. Ég fer þangað ef ég kem heim. Ég fer ekki í annað lið heima. Það væri eitthvað Guðlast," sagði Skúli.
Athugasemdir
banner
banner
banner