Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 24. nóvember 2014 15:16
Magnús Már Einarsson
Stefán Þór og Elvar Ingi á leið í Víking
Stefán Þór Pálsson.
Stefán Þór Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Stefán Þór Pálsson og Elvar Ingi Vignisson eru báðir á leið í Víking en þetta staðfesti Milos Milojevic annar af þjálfurum liðsins í samtali við Fótbolta.net í dag.

Stefán Þór hefur æft með undanfarna daga og hann hefur samþykkt að ganga til liðs við félagið.

Stefán er 19 ára sóknarleikmaður sem lék með KA á liðnu tímabili og skoraði þar fimm mörk í 19 leikjum í 1. deildinni.

Árið á undan skoraði hann 12 mörk í 23 leikjum fyrir Grindavík í deild og bikar. Hann lék þrjá leiki með Breiðabliki í Pepsi-deildinni 2012 eftir að hafa komið til Blika frá uppeldisfélagi sínu ÍR.

,,Hann er með fullt af reynslu miðað við aldur. Við erum að fá stráka sem eru mikið efni og eru með mjög gott hugarfar. Þeir þurfa að stíga næsta skref og við erum tilbúnir að hjálpa þeim," sagði Milos.

Elvar Ingi er fæddur árið 1995 en hann kemur frá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu eftir að hafa skorað níu mörk í 2. deildinni í sumar.

,,Við höfum náð samkomulagi við Aftureldingu og núna þurfum við að ganga frá launakröfum við hann," sagði Milos.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner