Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mán 24. nóvember 2014 12:00
Elvar Geir Magnússon
Tveir efnilegir til Real Madrid - Kemur Ödegaard líka?
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Real Madrid mun vinna samkeppnina við Barcelona, Chelsea, Manchester United, Arsenal, Ajax og fleiri félög Evrópu um norska undrabarnið Martin Ödegaard samkvæmt frétt Marca.

Spænska blaðið segir að Real Madrid gæti tryggt sér Ödegaard fyrir jólin en félagið er að bíða til 17. desember þegar strákurinn verður 16 ára.

Real Madrid hefur tryggt sér þjónustu tveggja ungra leikmanna. Sóknarmiðjumaðurinn Mink Peeters, 16 ára, er kominn til félagsins frá Ajax og vængmaðurinn Marco Asensio, 18 ára, frá Mallorca.

FIFA á reyndar eftir að staðfesta þessi félagaskipti en ljóst er að Real Madrid er farið að undirbúa framtíðina af miklum krafti.
Athugasemdir
banner
banner
banner