Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. nóvember 2014 19:30
Magnús Már Einarsson
Málefni Víkings
Víkingur ætlar að fá erlendan miðvörð og framherja
Milos Milojevic og Ólafur Þórðarson þjálfa Víking saman.
Milos Milojevic og Ólafur Þórðarson þjálfa Víking saman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við erum að leita að hafsent og við erum að leita að senter," sagði Milos Milojevic annar af þjálfurum Víkings við Fótbolta.net í dag.

Stefán Þór Pálsson og Elvar Ingi Vignisson, fæddir 1995, munu væntanlega ganga til liðs við Víking síðar í vikunni.

Fyrr höfðu Andri Rúnar Bjarnason, Atli Fannar Jónsson, Finnur Ólafsson, Haukur Baldvinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson gengið til liðs við félagið.

Milos segir að Víkingar muni leita erlendis að einum varnarmanni og framherja til viðbótar.

,,Það er lítið úrval á Íslandi. Allir menn sem eru 10 marka menn eða meira eru samningsbundnir og það þýðir ekki að djöflast í þeim. Við þurfum að vanda valið og vera smá heppnir hvað varðar þessar tvær stöður," sagði Milos.
Athugasemdir
banner
banner
banner