Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. nóvember 2015 09:38
Magnús Már Einarsson
Heimild: Fréttablaðið 
Alfreð: Þætti eðlilegt að samkeppnin væri sanngjörn
Alfreð fagnar sigurmarkinu gegn Arsenal fyrr á tímabilinu.
Alfreð fagnar sigurmarkinu gegn Arsenal fyrr á tímabilinu.
Mynd: EPA
Alfreð Finnbogason, framherji Olympiakos, telur að samkeppnin um stöður í byrjunarliðinu hjá gríska félaginu hafi ekki verið sanngjörn á tímabilinu.

Alfreð er í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í dag fyrir leik Olympiakos og Bayern Munchen í Þýskalandi í kvöld. Tvær umferðir eru eftir í riðlinum en Olympiakos nægir stig í kvöld eða gegn Arsenal í lokaumferðinni til að skilja enska félagið eftir og fara áfram í 16-liða úrslit.

Alfreð skoraði einmitt mikilvægt sigurmark í 3-2 útisigri á Arsenal í síðasta mánuði en síðan þá hafa tækifærin verið af skornum skammti.

„Það er fáránleg ákvörðun að framherji sem skorar sigurmark skuli vera settur á bekkinn næstu fjóra leiki á eftir. Það sendir ákveðin skilaboð og sýnir að maður er að synda gegn sterkum straumum. Það er greinilega búið að taka ákvörðun og ekkert sem breytir því, sama hvað gerist. Það er mjög sérstakt,“ sagði Alfreð í viðtalinu við Fréttablaðið.

Alfreð var framherji númer eitt hjá Olympiakos í byrjun tímabils en í lok ágúst keypti félagið Brown Ideye frá WBA.

„En svo var keyptur nýr framherji til liðsins og þá er eins og allt hafi breyst. Ég geri mér vel grein fyrir því að það er mikil samkeppni um stöður í liði sem er við það að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar en manni þætti eðlilegt að samkeppnin væri sanngjörn. Mér finnst að það ekki hafa verið tilfellið," sagði Alfreð við Fréttablaðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner