banner
   þri 24. nóvember 2015 16:05
Magnús Már Einarsson
FH með Makedóníumann á reynslu
Íslandsmeistararnir gætu fengið liðsstyrk frá Makedóníu.
Íslandsmeistararnir gætu fengið liðsstyrk frá Makedóníu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH-ingar eru með Hristijan Denkovski á reynslu þessa dagana en þetta staðfesti Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri félagsins í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hristijan er 21 árs gamall Makedóníumaður en hann var síðast í U21 árs liði Groningen í Hollandi. Hristijan getur spilað bæði á kantinum eða framarlega á miðjunni en hann verður til skoðunar hjá FH á næstunni og spilar með liðinu í Bose mótinu.

Hann æfði á sínum tíma með B-liði Barcelona.

Að sögn Birgis hafa FH-ingar ekki lagt fram tilboð í Kennie Chopart leikmann Fjölnis en hann hefur verið orðaður við Fimleikafélagið. Kennie er kantmaður líkt og Hristijan.

Atli Guðnason liggur ennþá undir feld og íhugar framtíð sína í fótboltanum eins og kom fram á dögunum. „Hann er að hugsa sín mál og njóta lífsins með fjölskyldunni," sagði Birgir.

Að lokum er senegalski kantmaðurinn Amath Andre Dansokho Diedhiou líklega á förum frá FH. Amath spilaði ekkert með FH í sumar en hann var á láni hjá Leikni R. fyrri hluta sumars og BÍ/Bolungarvík síðari hlutann.
Athugasemdir
banner
banner