Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. nóvember 2015 17:00
Magnús Már Einarsson
Guti svarar ummælum Dani Alves um Ronaldo
Guti lætur í sér heyra.
Guti lætur í sér heyra.
Mynd: Getty Images
Guti, fyrrum leikmaður Real Madrid, hefur komið fyrrum liðsfélaga sínum Cristiano Ronaldo til varnar.

Dani Alves, bakvörður Barcelona, gagnrýndi Ronaldo eftir 4-0 sigur Börsunga á Real Madrid um helgina.

„Ronaldo er alltof mikið. Hann þráir of mikið að vera aðalmaðurinn í sviðsljósinu," sagði Alves.

„Þetta þýðir að þegar hans lið vinnur, þá þarf hann alltaf að fá alla athyglina, en þegar hann tapar þá þarf hann að taka stóran part gagnrýninnar á sig. Mér er samt alveg sama hvað hann gerir."

Guti svarað fullum hálsi í spænskum fjölmiðlum í dag. „Dani Alves vill vinna sér inn aðdáendur hjá Barcelona með þessu því að hann getur ekki gert það með spilamennsku sinni," sagði Guti.
Athugasemdir
banner
banner
banner