Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 24. nóvember 2015 17:52
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Akraborgin 
Ingólfur Sig: Gekk ekki upp að vera fyrir vestan
Ingólfur í leik með Ólsurum gegn Gróttu.
Ingólfur í leik með Ólsurum gegn Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Það er mjög krefjandi verkefni að fara í Fram. Það hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel hjá Frömurum síðustu tvö ár og það er pressa þarna á að standa sig og gera hlutina almennilega," segir Ingólfur Sigurðsson í viðtali í Akraborginni á X-inu FM 97,7.

Ingólfur stóð sig vel með Víkingi Ólafsvík sem vann 1. deildina í sumar og kom það mörgum á óvart þegar tilkynnt var í gær að hann hefði ákveðið að fara aftur í 1. deildina og ganga í raðir Fram sem hafnaði í níunda sæti í sumar.

„Það gekk því miður ekki upp fyrir mig að vera fyrir vestan næsta sumar. Þegar niðurstaðan er sú fer maður að velta því fyrir sér hvaða möguleika maður hefur. Fram heillaði mig mest og því valdi ég að fara þangað," segir Ingólfur sem hefði getað verið áfram hjá Ólafsvíkingum.

„Jú mér stóð það til boða og auðvitað heillaði það eftir stórkoslegt ár fyrir vestan. Ég kynntist rosalega góðu fólki þar og það var gott að vera þar. Það er samt ekki sjálfgefið að maður hafi tök á því að flytja sumarlangt til Ólafsvíkar og ég verð því ekki í sveitinni. Maður þarf að fórna ýmsu og þetta er púsluspil að fara vestur sem ekki gekk upp að þessu sinni. Það er leiðinlegt að ná ekki að fylgja því eftir að liðið fór upp en svona er þetta bara. Ég er viss um að Ólafsvíkingum gangi allt í haginn á næsta tímabili."

Önnur félög í Pepsi-deildinni höfðu áhuga á Ingólfi að hans sögn en eftir að hafa fundað með Ásmundi Arnarssyni, þjálfara Fram, ákvað hann að fara í bláa litinn.

„Ég vildi fá að taka almennilega þátt í skemmtilegu verkefni þar sem ég gæti fundið stöðugleika og verið til næstu ára. Eftir að hafa fundað með Ása komst ég að þeirri niðurstöðu að þeir væru í raun að leita af því sama og ég," segir Ingólfur.

„Auðvitað hugsaði ég út í hvort þetta væri skref afturábak en ég er 22 ára gamall og vonandi næ ég að vera í Framliði sem tekst að komast upp í efstu deild. Ég held að allir í kringum félagið átti sig á að það muni taka tíma að búa til almennilegt lið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner