Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. nóvember 2015 20:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Leikur í skosku úrvalsdeildinni spilaður í Bandaríkjunum?
Leikmenn Celtic fagna marki.
Leikmenn Celtic fagna marki.
Mynd: Getty Images
Skoska liðið Dundee hefur staðfest að viðræður eru hafnar við Celtic um að spila leik í skosku úrvalsdeildinni í Bandaríkjunum.

Félagið á bandaríska eigendur og hafa Boston og Philadephia verið nefnd til sögunnar sem líklegur áfangastaður fyrir leikinn.

Liðið gaf frá sér yfirlýsingu á heimasíðu sinni í dag. „Við getum staðfest að Dundee Football Club og Celtic Football Club hafa rætt möguleikann á að spila leik liðanna í Bandaríkjunum.

Félögin verða hins vegar að fá samþyki FIFA til að fá þetta í gegn.
Athugasemdir
banner
banner