Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 24. nóvember 2015 19:04
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Messi byrjar loksins
Alfreð Finnbogason á bekknum
Messi mættur í startið.
Messi mættur í startið.
Mynd: Getty Images
Sex leikir í næst síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefjast 19:45 í kvöld. Aðalleikurinn á Stöð 2 Sport er viðureign Arsenal og Dinamo Zagreb þar sem Arsenal þarf nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram.

Aaron Ramsey sem hefur verið frá síðan 20. október er kominn á varamannabekkinn hjá Arsenal. Francis Coquelin, Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain eru á meiðslalistanum.

Í sama riðli er Olympiakos jafnt Bayern München á toppnum með níu stig og þarf aðeins eitt stig til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum. Toppliðin mætast í Þýskalandi en enn og aftur þarf Alfreð Finnbogason að sætta sig við að vera meðal varamanna hjá gríska liðinu.

Byrjunarlið Arsenal: Cech, Bellerin, Koscielny, Mertesacker, Monreal, Flamini, Cazorla, Campbell, Özil, Alexis Sánchez, Giroud.

Chelsea er í öðru sæti síns riðils með 7 stig og gæti tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum í kvöld með sigri ef önnur úrslit verða hagstæð.

Byrjunarlið Chelsea: Begovic; Azpilicueta, Cahill, Terry, Rahman; Fabregas, Matic; Willian, Oscar, Hazard; Diego Costa.

Lionel Messi er í byrjunarlið Barcelona í fyrsta sinn síðan 26. september. Messi er búinn að jafna sig af meiðslum en Börsungar mæta Roma. Barcelona er komið í 16-liða úrslit en Roma í harðri baráttu um að fylgja. Javier Mascherano er fjarri góðu gamni í kvöld.

Byrjunarlið Barcelona: Ter Stegen, Alves, Piqué, Vermaelen, Alba, Busquets, Sergi Roberto, Rakitić, Suárez, Neymar, Messi.

Byrjunarlið Roma: Szczesny; Maicon, Manolas, Rudiger, Digne; Pjanic, Keita, Nainggolan; Florenzi, Dzeko, Iago Falque

Fylgst er með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu
Athugasemdir
banner
banner
banner