Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 24. nóvember 2015 22:59
Jóhann Ingi Hafþórsson
Mourinho: Maccabi átti ekki skilið svona harða refsingu
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, þjálfari Chelsea gat verið ánægður eftir 4-0 sigur sinna manna gegn Maccabi Tel Aviv í Ísrael í kvöld.

Í stöðunni 1-0 fékk Tal Ben Haim rautt spjald hjá heimamönnum og eftir það varð eftirleikurinn auðveldur hjá Chelsea.

„Þetta var mjög mikilvægt, sérstaklega eftir það sem gerðist á móti Porto. Það er líka mikilvægt að hafa unnið tvo leiki á nokkrum dögum. Vonandi fer þetta að koma, mórallinn og sjálfstraustið," sagði Mourinho.

„Við erum í góðri stöðu núna. Maccabi átti ekki skilið svona harða refsingu, þeir börðust vel, manni færri."

„Asmir Begovic gerði vel í að halda hreinu. Völlurinn hjálpaði ekki, hann gerði okkur erfitt fyrir. Ramires meiddist í gær og John Terry í dag en ég er ánægður með að það meiddust ekki fleiri. Völlurinn var mjög slæmur og Terry er tæpur fyrir helgina," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner