þri 24. nóvember 2015 16:32
Elvar Geir Magnússon
Palermo sagt hafa áhuga á Arnóri Ingva
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar segja að A-deildarfélagið Palermo hafi áhuga á Arnóri Ingva Traustasyni. Arnór lék á dögunum sína fyrstu leiki fyrir A-landslið Íslands en hann var í byrjunarliðinu í vináttulandsleikjunum gegn Póllandi og Slóvakíu.

Arnór sagðist ekki vita af áhuga Palermo þegar sænskir fjölmiðlar höfðu samband við hann og umboðsmaður hans vildi ekkert tjá sig um málið.

Arnór var í stóru hlutverki hjá Norrköping sem stóð uppi sem sigurvegari í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum.

Maurizio Zamparini, forseti Palermo, hefur lofað því að styrkja leikmannahóp liðsins sem situr í fjórtánda sæti A-deildarinnar, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti.

Nóg af slúðursögum eru í gangi varðandi framtíð Arnórs eftir góða frammistöðu hans í Svíþjóð. Áður hefur verið greint frá áhuga Aston Villa og Bournemouth.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner