Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. nóvember 2015 09:25
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Rooney til Kína?
Powerade
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: Getty Images
William Carvalho er orðaður við Arsenal.
William Carvalho er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Hér er allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum á þessum fína þriðjudegi.



Félag í kínversku ofurdeildinni er að reyna að fá Wayne Rooney í sínar raðir frá Manchester United. (The Sun)

Cristiano Ronaldo ætlar ekki að fara frá Real Madrid til Manchester United að sögn umboðsmanns hans. (Canal+)

Líklegra er að Ronaldo fari til PSG en Manchester United ef hann yfirgefur herbúðir Real Madrid. (Daily Telegraph)

Patrice Evra segir að Sir Alex Ferguson hafi alltaf verið viss um að Ronaldo myndi snúa aftur til Manchester United einn daginn. (BBC)

Carlo Ancelotti er tilbúinn að taka aftur við Real Madrid af Rafael Benitez. (Daily Mirror)

Manchester United hefur áhuga á Moussa Dembele, 19 ára framherja Fulham. (Daily Express)

Manchester United, Liverpool, Stoke og Bournemouth eru að fylgjast með Lewis Cook, 18 ára miðjumanni Leeds. (Daily Star)

Brendan Rodgers er í viðræðum við félag í Katar. Talið er að félagið sé Al Sadd og að Rodgers eigi möguleika á að fá skattfrjálst 3,5 milljónir punda í laun á ári. (The Sun)

Liverpool ætlar að reyna að fá Riccard Saponara framherja Empoli í sínar raðir næsta sumar. (La Nazione)

Lars Bender hjá Bayer Leverkusen og William Carvalho hjá Sporting Lisabon eru á ósaklista Arsenal í janúar eftir að ljóst varð að miðjumaðurinn Francis Coquelin verður frá keppni næstu mánuðina. (Daily Mail)

Arsenal gæti einnig keypt framherjann Mauro Icardi í janúar en hann hefur skorað 27 mörk í 48 leikjum með Inter. (Tuttosport)

Chris Powell, Jimmy Floyd Hasselbaink og Gary Rowett eru að berjast um stjórastöðuna hjá QPR. (The Times)

Manuel Lanzini, framherji West Ham, segir að það sé mikill heiður að vera orðaður við Liverpool. (The Sun)

Newcastle hefur rætt við Clarence Seedorf um að taka við sem knattspyrnustjóri af Steve McClaren. (Metro)

Boca Juniors mun mögulega selja framherjann Jonathan Calleri til Chelsea í janúar. (Daily Star)
Athugasemdir
banner