Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. nóvember 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
Þorgrímur Þráinsson á leið í forsetaframboð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðsmaðurinn Þorgrímur Þráinsson er að öllum líkindum á leið í forsetaframboð á næsta ári.

Þorgrímur segir í samtali við Vísi í dag að 95% líkur séu á að hann bjóði sig fram.

„Ég hafði ekki hugsað mér að koma með yfirlýsingu fyrr en í febrúar. Þetta er þjófstart," sagði Þorgrímur við Vísi.

Þorgrímur var fyrirliði Vals í áraraðir og þá lék hann 17 landsleiki fyrir Íslands hönd á ferli sinum.

Undanfarin ár hefur hann verið í landsliðsfnefnd KSÍ og starfað mikið í kringum A-landslið karla.

Hinn 56 ára gamli Þorgrímur hefur einnig verið einn þekktasti rithöfundur þjóðarinnar í áraraðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner