Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. nóvember 2015 14:54
Elvar Geir Magnússon
Tölfræðin bak við markaflóð Jamie Vardy
Ótrúlegur leikmaður!
Ótrúlegur leikmaður!
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy, sóknarmaður Leicester, hefur svo sannarlega sprungið út á yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni og raðað inn mörkum. Ótrúlegur árangur fyrir 28 ára leikmann sem hafði fram að þessu verið þekktur fyrir að vera duglegur en ekki fyrir að vera drjúgur í markaskorun.

Hann er ein aðalástæða þess að Leicester situr, öllum að óvörum, í toppsæti deildarinnar. Það er óhætt að segja að Vardy hafi blómstrað seint því fyrir örfáum árum lék hann í utandeildinni með Fleetwood Town.

Á laugardaginn munu augu beinast að Vardy en Leicester mætir þá stórliði Manchester United. Vardy hefur skorað í tíu leikjum í röð og jafnaði um liðna helgi met sem Ruud van Nistelrooy, United goðsögnin, átti einn. Á laugardag getur Vardy slegið metið.

Þegar tölfræðiþættir eru skoðaðir trónir Vardy á toppnum yfir bestu einstaklingsframmistöðu tímabilsins samkvæmt úttekt EA SPORTS Player Performance Index. Hann er með 420 stig en í öðru sæti með 363 stig er liðsfélagi hans hjá Leicester, Riyad Mahrez.

Vardy hefur þannig átt flest skot á mark af öllum leikmönnum deildarinnar, 25 talsins. Harry Kane hjá Tottenham er annar með 24 skot og Romelu Lukaku hjá Everton þriðji með 19 stig.

Þegar tölfræði yfir fæstar mínútur milli marka er skoðuð er Vardy annar á eftir hinum meiðslahrjáða Sergio Aguero sem hefur ekki spilað mikið fyrir Manchester City.

Árangur Vardy liggur fyrst og fremst í tveimur þáttum: Vinnusemi og hraða.

Jamie Vardy er í öðru sæti á listanum yfir þá leikmenn sem hlaupa mest. Hann hefur hlaupið 124,47 kílómetra á tímabilinu en Kane er efstur á þessum lista með 128,91 kílómetra.

Þá er Vardy fljótasti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt EA Sports:
Athugasemdir
banner
banner
banner