Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 24. nóvember 2015 15:30
Elvar Geir Magnússon
Wenger gagnrýnir reglur UEFA um lyfjapróf
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hafði nóg að segja á fréttamannafundi í gær og gagnrýndi meðal annars vinnubrögð UEFA harðlega. Hann er ósáttur við það hvernig sambandið tók á því að Arijan Ademi, leikmaður Dinamo Zagreb, féll á lyfjaprófi eftir 2-1 sigur liðsins gegn Arsenal.

Ademi fékk fjögurra ára bann frá afskiptum af fotbolta en úrslitin í leiknum voru látin standa. Reglur UEFA segja að ekki megi refsa liðum nema tveir leikmenn að minnsta kosti falli á lyfjaprófi.

„Mér finnst þessi regla stórfurðuleg. Með þessu er í raun verið að samþykkja lyfjanotkun að mínu mati. Það verður að breyta þessu svo skilaboðin séu ekki þau að það sé allt í lagi að spila á leikmanni sem er á lyfjum," segir Wenger.

Myndu taka Evrópudeildina alvarlega
Arsenal mætir Dinamo Zagreb á Emirates leikvanginum í kvöld en Arsenal verður að vinna til að halda í vonina um að komast áfram í Meistaradeildinni. Ef Arsenal tekst ekki að komast áfram er umræða um hvort það væri betra fyrir liðið að fara ekki í hina umdeildu Evrópudeild.

„Ef niðurstaðan verður sú að við förum í Evrópudeildina þá myndum við taka þeirri keppni alvarlega. Það hefur verið gert á Spáni og Portúgal þó talað sé niður til keppninnar á Englandi. Við erum samt ekki úr leik í Meistaradeildinni svo þessi umræða er óþörf núna," segir Wenger.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner