Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. nóvember 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern sektað vegna mótmæla stuðningsmanna
Mynd: Getty Images
Evrópska knattspyrnusambandið ætlar að sekta FC Bayern vegna mótmæla sem stuðningsmenn liðsins voru með í meistaradeildarleik gegn Anderlecht í vikunni.

Stuðningsmenn voru ekki ánægðir með að þurfa að greiða 100 evrur fyrir útivallarmiða gegn Anderlecht og létu í sér heyra.

Þeir mótmældu með því að skrifa á borða og taka gervi peningaseðla með sér á völlinn til að kasta inná.

Stöðva þurfti leik liðanna í smá stund vegna gerviseðlanna og hefur knattspyrnusambandið ekki tekið vel í þetta athæfi stuðningsmanna.

Það verður dæmt í málinu 7. desember en ólíklegt er að Bayern áfrýi.
Athugasemdir
banner
banner