Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. nóvember 2017 09:00
Magnús Már Einarsson
Fellaini til PSG?
Powerade
Fellaini er óvænt orðaður við PSG.
Fellaini er óvænt orðaður við PSG.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum í dag.



Mesut Özil vill fá 330 þúsund pund í laun á viku hjá Barcelona. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er tilbúinn að leyfa Özil að fara frítt þegar samningur hans rennur út næsta sumar svo framarlega sem hann fari ekki til Manchester United. (AS)

PSG hefur hafið viðræður við Marouane Fellaini (30) miðjumann Manchester United en hann verður samningslaus næsta sumar. (Le10Sport)

Liverpool hefur rætt við PSG um að fá Julian Draxler á láni í janúar. (Daily Mail)

Slaven Bilic, fyrrum stjóri West Ham, hefur hafnað tilboði um að ræða við WBA, (Daily Mail)

Stoke, West Ham, Everton og Southampton hafa áhuga á Odion Ighalo fyrrum framherja Watford. Ighalo (28) gekk til liðs við Chanchun Yatal í Kína í janúar á þessu ári. (Stoke Sentinel)

Eden Hazard (26) ætlar að ákveða framtíð sína hjá Chelsea eftir tímabilið. (Canal)

Crystal Palace ætlar að berjast við West Ham um Harry Arter (27) miðjumann Bournemouth í janúar. (Daily Mirror)

Sol Campbell, fyrrum varnarmaður enska landsliðsins, vill taka við sem þjálfari bandaríska landsliðsins. (ESPN)

Eliaquim Mangala (26) gæti farið frá Manchester City í janúar. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner