Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. nóvember 2017 16:37
Magnús Már Einarsson
Hallbera í Val (Staðfest) - Elín Metta og Mist framlengja
Hallbera Guðný Gísladóttir samdi við Val í dag.
Hallbera Guðný Gísladóttir samdi við Val í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Hallbera Guðný Gíslasdóttir skrifaði nú rétt í þessu undir þriggja ára samning við Val.

Hallbera, sem er vinstri bakvörður, lék á þessu ári með Djurgarden í Svíþjóð en hún ákvað að snúa aftur heim eftir tímabiliðið sem var að ljúka ytra.

Hin 31 árs gamla Hallbera spilaði með Breiðabliki 2015 og 2016 en hún hefur þó lengst af á meistaraflokksferli sínum á Íslandi leikið með Val.

Hallbera kom til Vals frá ÍA fyrir sumarið 2006 og spilaði á Hlíðarenda út árið 2011 en þá fór hún í atvinnumennsku til Pieta í Svíþjóð. Hallbera sneri heim um mitt sumar 2014 og spilaði þá með Val hálft tímabil áður en hún fór í Breiðablik.

Elín Metta Jensen og Mist Edvardsdóttir framlengdu einnig samninga sína við Val í dag.

Landsliðskonan Elín Metta var næstmarkahæst í Pepsi-deildinni í sumar með sextán mörk en hún rifti samningi sínum við félagið á dögunum. Elín Metta hefur nú skrifað undir nýjan þriggja ára samning.

Mist var ekkert með í sumar eftir að hafa slitið krossband síðastliðinn vertur en hún verður klár fyrir næsta tímabil. Mist hefur leikið með Val síðan árið 2011.

Valur endaði í 3. sæti í Pepsi-deild kvenna í sumar en Pétur Pétursson tók við þjálfun liðsins á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner