Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 24. nóvember 2017 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hazard: Salah fékk ekki tækifæri hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Eden Hazard telur að Mohamed Salah hafi ekki fengið nægan tíma til að sanna sig þegar hann var leikmaður Chelsea.

Salah var fenginn til Lundúna 2014 en var svo lánaður til Fiorentina eftir hálft tímabilið.

Salah var síðan lánaður til Roma tímabilið eftir það og gekk hann til liðs við Rómverja 2016.

Egyptinn gerði frábæra hluti í ítalska boltanum og var keyptur til Liverpool fyrir 34 milljónir punda síðasta júlí.

Salah er núna markahæsti maður deildarinnar með níu mörk í tólf leikjum.

„Hann er hágæða leikmaður. Hann fékk ekki almennilegt tækifæri hjá Chelsea á sínum tíma. Kannski var það þjálfaranum að kenna, kannski var það samkeppninni að kenna. Það var erfitt fyrir hann að koma inn í nýtt félag og berjast við mig, Oscar og Willian um byrjunarliðssæti," sagði Hazard um sóknarmanninn.

„Það verður gaman að spila við Liverpool um helgina. Við gerum okkur grein fyrir því að Salah er langt frá því að vera eini hættulegi leikmaðurinn þeirra."
Athugasemdir
banner
banner