Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 24. nóvember 2017 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lionel Messi fær Gullskóinn í dag
Mynd: Getty Images
Argentínski snillingurinn Lionel Messi fær afhendan Gullskóinn í dag fyrir að hafa skorað 37 mörk í 34 deildarleikjum með Barcelona á síðasta tímabili.

Þetta er magnað afrek hjá Messi sem skoraði rúmlega mark á leik, án þess þó að vinna deildartitilinn vegna þess að Real Madrid endaði með þremur stigum meira.

Pierre-Emerick Aubameyang virtist líklegastur til að hirða Gullskóinn á síðasta tímabili enda markahæstur allra í bestu deildum Evrópu þar til í mars 2017 þegar Messi og Bas Dost tóku yfir hann í markaskorun.

Dost endaði með 34 mörk á tímabilinu, Aubameyang með 31, Robert Lewandowski með 30 og Luis Suarez 29.
Athugasemdir
banner
banner
banner