Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. nóvember 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Nær Kane að slá met Shearer fyrir áramót?
Magnaður markaskorari.
Magnaður markaskorari.
Mynd: Getty Images
Harry Kane, framherji Tottenham, ætlar að reyna að slá met Alan Shearer yfir flest mörk á einu ári í ensku úrvalsdeildinni.

Shearer skoraði 36 mörk með Blackburn árið 1995.

Kane er kominn með 29 deildarmörk árið 2017 og hann á ennþá níu leiki eftir fram að áramótum.

„Ég fór í gegnum tvo eða þrjá leiki án þess að skora um daginn og það að fólk hafi nefnt það sýnir hversu há markmið ég hef sett. Það er í góðu lagi mín vegna. Ég vil skora í öllum leikjum," sagði Kane.

Tottenham mætir WBA á morgun en framundan eru leikir gegn liðum eins og West Ham, Stoke og Watford sem eru öll á meðal þeirra liða sem hafa fengið flest mörk á sig á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner