Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 24. nóvember 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Unsworth ósáttur: Getum ekki verið með farþega í liðinu
Lítið hefur gengið hjá Everton síðan Unsworth tók tímabundið við liðinu fyrir mánuði síðan.
Lítið hefur gengið hjá Everton síðan Unsworth tók tímabundið við liðinu fyrir mánuði síðan.
Mynd: Getty Images
David Unsworth, tímabundinn stjóri Everton, lét leikmenn liðsins heyra það í viðtali eftir 5-1 tap gegn Atlanta í Evrópudeildinni í gær. Gylfi Þór Sigurðsson og fleiri leikmenn voru hvíldir í gær. Þeir leikmenn sem fengu tækifæri í liðinu nýttu það illa.

„Ég myndi halda að allir leikmenn séu sárir eins og ég í augnablikinu og ef þeir eru það ekki þá ættu þeir ekki að vera hér hjá þessu frábæra félagi," sagði Unsworth.

„Það er lágmark að leggja sig 100% fram. Leikmenn vita það sjálfir hvort þeir séu að gera það þegar þeir horfa á sjálfan sig í spegli á kvöldin."

„Leikmenn hafa beðið mig um tækifæri með aðalliðinu og þeir fengu það. Ég bað um að láta leikmenn gera mér erfitt fyrir að velja liðið fyrir leikinn á sunnudag (gegn Southampton) en flestir þeirra gerðu liðsvalið auðvelt fyrir mig."

„Frammistaðan var ekki ásættanleg og leikmennirnir vita það. Þú getur ekki verið með farþega í liðinu. Þegar besti leikmaðurinn þinn er 18 ára krakki (Beni Baningime) sem á einungis nokkra leiki að baki með aðalliðinu þá segir það allt sem þú þarft að vita."

„Leikmenn verða að taka ábyrgð, aðalliðsleikmenn, erlendir leikmenn og ungir leikmenn. Stuðningsmenn Everton verða vonsviknir með það sem þeir sáu og ég er það líka."

Athugasemdir
banner
banner