Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. nóvember 2017 13:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan áfram á bekknum - Jones og Bailly fjarri góðu gamni
Zlatan á ferðinni.
Zlatan á ferðinni.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic byrjar á bekknum þegar Manchester United mætir nýliðum Brighton í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Þetta staðfesti Jose Mourinho, stjóri United, á blaðamannafundi í dag. Zlatan er að snúa aftur úr erfiðum meiðslum og er ekki enn kominn í nægilega gott form til að byrja.

„Nei, hann er ekki tilbúinn," sagði Mourinho aðspurður út í Zlatan. „Við tökum þetta skref fyrir skref, mínútu fyrir mínútu, leik fyrir leik," sagði Mourinho við blaðamenn.

Zlatan hefur komið inn á sem varamaður í tveimur leikjum í röð, gegn Newcastle í deildinni og gegn Basel í Meistaradeildinni.

„Hann er leikmaður sem auðvelt er að setja inn í leiki, vanalega mun hann fá 15 til 20 mínútur og einn daginn verður hann tilbúinn líkamlega. Hann getur komið inn á, bæði þegar við erum að vinna og þegar við erum að tapa," sagði Mourinho við blaðamenn.

„Áhrif hans á vellinum eru alltaf jákvæð. Hann hefur alltaf góð áhrif, það skiptir ekki máli hvort hann sé að spila eða ekki. Hann er einn kostur í viðbót fyrir okkur, það er ómögulegt fyrir Lukaku að spila alla leiki og allar mínútur eins og hann hefur verið að gera. Það er gott að hafa annan sóknarmann."

Mourinho nýtti einnig tækifærið og staðfesti það að Phil Jones og Eric Bailly séu enn frá. Það þýðir væntanlega að Argentínumaðurinn Marcos Rojo verði í hjarta varnarinnar.

„Bailly og Jones verða ekki með," sagði Mourinho. „Rojo spilaði mjög vel (gegn Basel). Við verðum að sjá hvernig hann er í dag. Meiðsin eru farin, en hann er þreyttur."

Manchester United leikur gegn Brighton klukkan 15:00 á morgun. Leikurinn er á Old Trafford, heimavelli United.

Sjá einnig:
„Mourinho á að vera reiður"
Athugasemdir
banner
banner
banner