Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 24. desember 2014 07:30
Alexander Freyr Tamimi
Brad Jones ætlar sér að fá nýjan samning hjá Liverpool
Brad Jones vonast til að fá nýjan samning.
Brad Jones vonast til að fá nýjan samning.
Mynd: Getty Images
Brad Jones, markvörður Liverpool, pælir ekkert í orðrómum þess efnis að félagið gæti keypt nýjan markvörð í félagaskiptaglugganum í janúar.

Þvert á móti, þá stefnir Ástralinn á að fá nýjan samning hjá félaginu, en hann hefur hirt aðalmarkvarðarstöðuna af Simon Mignolet síðustu tvo leiki.

,,Þegar ég skrifaði undir minn fyrsta samning var markmiðið að reyna að fá annan samning, og ég hef spilað með það í huga síðan þá," sagði Jones.

,,Allir vilja orða aðra leikmenn við okkur og það mun ekki breytast. Við verðum orðaðir við 20 markverði í viðbót en ég mun ekki láta það á mig fá."

,,Í hverjum leik sem ég spila, þá reyni ég bara að gera mitt besta. Auðvitað vil ég vera áfram hérna, ég verð bara að gera mitt besta og reyna að halda mér í liðinu eins lengi og ég get."

,,Hvort sem það verða vikur eða mánuðir verðum við að sjá. Ég verð bara að nýta tækifærið."

,,Ég hef fengið gagnrýni áður og það mun halda áfram. Það er pressa á hverjum einasta leikmanni í hverri stöðu. Það er ætlast til að við vinnum í hverri viku og þegar það gengur eftir ertu gagnrýndur."

,,Hjá smærri félögum kemstu upp með aðeins meira, stækkunarglerið er aðeins smærra. En ef maður hefur náð hingað er maður augljóslega búinn að gera eitthvað rétt, og maður verður bara að gera sitt besta. Hver einasti leikur er tækifæri. Ég stefni bara á að spila nógu vel til að geta spilað næsta leik."

Athugasemdir
banner
banner