Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. desember 2014 15:16
Brynjar Ingi Erluson
Ekki lið ársins í þýsku deildinni - Nýr leikmaður Southampton í liðinu
Eljero Elia er í ekki liði ársins
Eljero Elia er í ekki liði ársins
Mynd: Getty Images
Mynd: www.bvb.de
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Vefmiðillinn Goal.com valdi bæði besta og slakasta lið fyrri hluta tímabilsins í Þýskalandi í dag en hér fyrir neðan má sjá ekki lið tímabilsins.

Það má sjá ansi kunnugleg andlit í liðinu en Borussia Dortmund er til að mynda með tvo leikmenn í liðinu og þá er Jurgen Klopp, þjálfari Dortmund, þjálfari slakasta liðsins en hér fyrir neðan má sjá útskýringu á því af hverju þeir eru þarna.

Eljero Elia, sem var lánaður frá Werder Bremen til Southampton í gær, er í liðinu en hann vonast til þess að ná að koma sér í gang aftur.

Ekki lið ársins:

Raphael Wolf (Wolfsburg)

Vörn Werder Bremen hefur verið sorgleg á þessari leiktíð en það sorglegasta við liðið er markvörðurinn Raphael Wolf. Sjálfstraustið er ekkert og mörkin sem hann fær á sig eru hrikaleg.

Timothy Chandler (Eintracht Frankfurt)

Kom frá Nurnberg í sumar. Hann hefur í heildina verið mjög slakur og kemst nokkuð auðveldlega í þetta lið.

Matthias Ginter (Borussia Dortmund)

Hann var keyptur til Dortmund í sumar. Einn efnilegasti varnarmaður heims og í þýska landsliðshópnum en búinn að vera hræðilegur fyrri hluta tímabilsins.

Assani Lukiyma (Werder Bremen)

Hann er gríðarlega sterkur líkamlega en hann er klaufi. Hann gerir afar klaufaleg mistök og hefur í raun verið mjög slakur.

Matthias Ostrozolek (Hamburger SV)

Þessi öflugi varnarmaður kom frá Augsburg en hefur verið skelfilegur. Hann er meira að segja búinn missa sæti sitt til Ronny Marcos sem er 21 árs gamall.

Sidney Sam (Schalke)

Hann kom frá Bayer Leverkusen og var talinn einn sá hæfileikaríkasti í þýsku deildinni en hann hefur ekkert getað á þessu tímaibli og ekki hafa meiðslin hjálpað til.

Lewis Holtby (Hamburger SV)

Hann var skelfilegur hjá Tottenham á Englandi og reyndi að bjarga sér með því að fara til Þýskalands. Það er ekki að ganga og hefur hann verið afar slakur.

Kevin Prince Boateng (Schalke)

Slakur í ár. Hann veit ekki alveg hvort hann sé djúpur miðjumaður eða sóknarsinnaður miðjumaður. Meiðsli hafa vissulega sett strik í reikninginn.

Eljero Elia (Werder Bremen)

Það er alltaf vesen í kringum Elia. Hann tekur upp á vitleysu utan vallar og er oft með stæla en hann er alveg dottinn úr liði Werder Bremen. Hann er þó búinn að fá annan séns en hann var lánaður til Southampton í gær.

Ciro Immobile (Borussia Dortmund)

Keyptur fyrir 20 milljónir evra í sumar en hefur bara skorað 3 mörk. Hann átti að taka við af Robert Lewandowski en það er ekki að gerast í augnablikinu.

Pierre-Michel Lasogga (Hamburger SV)

Hann hjálpaði Hamburger SV að halda sæti þeirra í deildinni en hefur bara skorað tvö mörk á þessari leiktíð. Alls ekki nógu gott hjá þessum öfluga framherja.

Þjálfari ársins: Jurgen Klopp (Borussia Dortmund)

Þetta segir sig sjálft. Borussia Dortmund hefur verið í ruglinu á þessu tímabili og er við fallsæti. Það er heitt undir Klopp sem gæti jafnvel farið til Englands á allra næstunni.
Athugasemdir
banner
banner