Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 24. desember 2014 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Fernando Torres sagður á leið til Atletico Madrid
Mynd: Getty Images
Ítalski íþróttafréttamaðurinn, Gianluca Di Marzio, greinir frá því í kvöld að AC Milan og Atletico Madrid hafi komist að samkomulagi um Fernando Torres en hann er á láni hjá Milan frá Chelsea.

Torres, sem er 30 ára gamall, var lánaður frá Chelsea til AC Milan í sumar en félögin gerðu þá tveggja ára lánssamning.

Honum hefur ekki gengið vel að finna netmöskvana á Ítalíu og er talið að Milan vilji losa sig við framherjann öfluga en Di Marzio kom með stórfréttir í kvöld.

Milan og Atletico Madrid hafa komist að samkomulagi um Torres en spænski framherjinn heldur aftur heim á 18 mánaða lánssamning og yfirtekur lánssamning Milan.

Hann er hetja í augum stuðningsmanna Atletico en hann var fyrirliði félagsins áður en hann samdi við Liverpool sumarið 2007.

Marca staðfestir þessar heimildir Di Marzio og greinir einnig frá því að Torres semji við Atletico á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner