Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. desember 2014 09:28
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Bolton 
Heskey spilar við hlið Eiðs Smára hjá Bolton (Staðfest)
Emile Heskey er orðinn leikmaður Bolton.
Emile Heskey er orðinn leikmaður Bolton.
Mynd: Getty Images
Bolton Wanderers hefur staðfest að enski framherjinn Emile Heskey sé genginn í raðir félagsins og því ljóst að félagið hefur búið til nýtt og margreynt framherjapar á síðustu vikum því Eiður Smári Guðjohnsen gekk í raðir félagsins á dögunum.

Bolton tilkynnti samninginn við Hesky nú á tíunda tímanum í morgun. Þar kemur fram að samningurinn er til stutts tíma en þó ekki hversu langur hann er.

Heskey æfði með félaginu að undanförnu og heillaði Neil Lennon stjóra félagsins sem ákvað að bjóða honum samning.

Hann er í 36 ára gamall og þekktastur fyrir að spila með Liverpool og 62 leiki með enska landsliðinu á sínum tíma. Hann spilaði einnig með Leicester, Birmingham, Wigan og Aston Villa.

Heskey gæti fengið leikheimild með Bolton fyrir leikinn gegn Blackburn á öðrum degi jóla takist að ná félagaskiptunum í gegn en hann var félagslaus eftir að hafa yfirgefið Newcastle Jets í Ástralíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner