Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. desember 2014 12:46
Brynjar Ingi Erluson
Lið ársins í þýsku deildinni til þessa - Neuer ekki í markinu
Arjen Robben er auðvitað í liðinu
Arjen Robben er auðvitað í liðinu
Mynd: Getty Images
Eric Maxim Choupo-Moting er í liðinu
Eric Maxim Choupo-Moting er í liðinu
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola er þjálfari ársins
Pep Guardiola er þjálfari ársins
Mynd: Getty Images
Brasilíski varnarmaðurinn Naldo
Brasilíski varnarmaðurinn Naldo
Mynd: Getty Images
Xabi Alonso í baráttunni
Xabi Alonso í baráttunni
Mynd: Getty Images
Vefmiðillinn Goal.com hefur valið lið ársins í þýska boltanum en tekið er mið af gengi leikmanna á fyrri hluta tímabilsins. Bayern München á fjóra fulltrúa í liðinu en það vekur athygli að Manuel Neuer, markvörður liðsins, er ekki í liðinu.

Bayern situr a toppnum í þýsku deildinni og er með afar þægilegt forskot en mörg önnur lið hafa komið á óvart og spilað vel.

Karim Bellarabi hefur verið magnaður í liði Bayer Leverkusen en hann hefur spilað 17 leiki, skorað 8 mörk og lagt upp önnur fjögur. Það eru mörg nöfn í liðinu sem margir kannast ekki við en hér fyrir neðan má sjá útskýringu af hverju þeir eru í liðinu og hverjir þeir eru.

Lið ársins 2014:

Roman Burki (Freiburg)

Burki hefur verið magnaður í rammanum hjá Freiburg. Fyrri hluti tímabilsins hefur verið honum frábær og frammistaða hans gegn Bayer Leverkusen og Bayern München á dögunum var stórkostleg. Manuel Neuer kom auðvitað líka til greina.


Paul Verhaegh (Augsburg)

Fyrirliði Augsburg hefur ekki átt eina slæma frammistöðu í þýsku deildinni á þessu tímabili. Hann hefur verið frábær aftast og þá hefur hann líka verið svona sprækur fram á við en hann er kominn með fimm mörk og þá hefur hann lagt upp tvö mörk.

Jerome Boateng (Bayern München)

Það eru ekki margir leikmenn sem hafa náð að halda sama striki og á HM sem fór fram í Brasilíu í sumar en Boateng hefur gert það. Hann hefur bætt sig gríðarlega mikið og hrósaði Pep Guardiola, þjálfari Bayern, honum í hástert og talaði hann meðal annars um að Boateng væri besti varnarmaður heims.



Naldo (Wolfsburg)

Brasilíski miðvörðurinn var á sínum tíma einn efnilegasti leikmaður þýsku deildarinnar og var eftirsóttur af stærstu félögum heims. Hann hefur verið frábær í ár og hefur myndað magnað miðvarðarpar með Robin Knocke. Verðskuldað sæti.

Xabi Alonso (Bayern München)

Bayern ákvað að fá Alonso frá Real Madrid í sumar eftir að hafa misst Toni Kroos til Spánar. Félagið sér ekki eftir að hafa fengið hann en hann hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar.


Kevin de Bruyne (Wolfsburg)

Hann er búinn að búa til flest mörk í þýsku deildinni á þessu ári. De Bruyne er með tíu stoðsendingar og hefur þá skorað þrjú mörk. Þessi fyrrum leikmaður Chelsea er með magnaðan styrk og þol sem gerir honum kleift að slátra miðvörðum deildarinnar.


Karim Bellarabi (Bayer Leverkusen)

Eins og kemur fram hér að ofan þá er Bellarabi búinn að vera einn besti leikmaður þýsku deildarinnar í ár. Hann hefur verið magnaður með Leverkusen og virðist fátt koma í veg fyrir að hann haldi áfram á sömu braut.

Thomas Müller (Bayern München)

Einn af bestu leikmönnum heims í dag. Hann var magnaður með þýska landsliðinu á HM í sumar og hélt áfram að gera góða hluti með Bayern fyrri hluta tímabils. Sjö mörk og fimm stoðsendingar frá honum til þessa.

Arjen Robben (Bayern München)

Hollenski snillingurinn hefur verið hetja Bayern oft á þessari leiktíð. Tíu mörk og þrjár stoðsendingar lýsa frammistöðu hans best.

Alexander Meier (Eintracht Frankfurt)

Markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar er í Frankfurt. Meier hefur verið magnaður fyrir framan markið. Hann verður ekkert mikið lengur í Frankfurt ef hann heldur uppteknum hætti eftir áramót.

Eric Maxim Choupo-Moting (Schalke)

Hann kom á frjálsri sölu frá Mainz og hefur verið einn besti maður deildarinnar í ár en hann er búinn að skora níu mörk og eiga fimm stoðsendingar. Schalke nældi svo sannarlega í góðan bita þarna.

Þjálfari:
Pep Guardiola (Bayern München)

Óumdeilanlegt. Hann hefur stýrt Bayern frábærlega og gerði góð kaup í sumar. Liðið er á toppnum í deildinni og virðist allt ganga eins og í sögu.
Athugasemdir
banner
banner