Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 24. desember 2014 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho: Balotelli hætti við fund til að horfa á Formúlu 1
Mario Balotelli er sniðugur
Mario Balotelli er sniðugur
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea á Englandi, segir að Mario Balotelli hafi eitt sinn hætt við að mæta á fund með honum til þess að horfa á Formúlu 1.

Mourinho vann með Balotelli hjá Inter frá árunum 2008 til 2010 en ítalski framherjinn átti til með að rata auðveldlega í fjölmiðla fyrir ótrúlegustu hluti.

Portúgalski stjórinn stýrir nú Chelsea á meðan Balotelli er á mála hjá Liverpool en Mourinho sagði eitt sinn frá því að hann gæti skrifað bók um samskipti sín við Balotelli og sagði hann meðal annars frá einu atviki sem gerðist á tíma hans hjá Inter.

,,Balotelli var góður strákur þegar ég stýrði Inter en hann þurfti stuðning. Eldri leikmennirnir í liðinu þurftu að styðja við bakið á honum því það er ekki gott þegar að fræðslan kemur bara í gegnum þjálfarann," sagði Mourinho.

,,Það voru fyndin vandamál milli okkar. Ég sagði honum að mæta klukkan 14:00 á skrifstofuna þar sem við ætluðum að funda en þegar ég hringdi svo í hann þá var hann mættur á kappakstur í Formúlu 1."

,,Hann sagði við mig að við gætum haldið fundi á skrifstofunni minni alla daga en maður myndi líklega bara sjá kappakstur í Formúlu 1 einu sinni á ári á Ítalíu. Þetta var mjög fyndið atvik og ég hló að þessu nokkrum dögum seinna,"
sagði Mourinho að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner