Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 24. desember 2014 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Zabaleta: Við munum halda pressunni á Chelsea
Zabaleta er kominn í jólaskap.
Zabaleta er kominn í jólaskap.
Mynd: Getty Images
Pablo Zabaleta, varnarmaður Manchester City, er sannfærður um að liðið geti haldið pressu á toppliði Chelsea yfir jólin.

Chelsea er með þriggja stiga forskot á Englandsmeistarana, en City hefur unnið átta leiki í röð í öllum keppnum og hefur heldur betur saxað á forskot Jose Mourinho og félaga.

,,Þetta frábæra skrið sýnir liðsandann hjá okkur í augnablikinu. Fyrir tveimur mánuðum vorum við ekki að spila okkar besta fótbolta, en við héldum áfram að leggja hart að okkur og nú er sjálfstraustið komið til baka og við erum að spila mun betur," sagði Zabaleta.

,,Um jólin er mikilvægt að hugarfarið sé gott og að farið sé í alla leiki til að vinna þá, því það getur skipt miklu máli. Sérstaklega fyrir toppliðin og leikmennina sem geta komið inn. Það verður erfitt að spila þann 26. og svo aftur þann 28."

,,Við ætlum að vinna þessa leiki. Jafnvel þó Chelsea sé að vinna leiki og líti vel út, þá er eðlilegt að þeir tapi stigum einhvern tíma. Við þurfum að hafa trú á þessu allt til enda."


Athugasemdir
banner
banner
banner