Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 25. janúar 2015 07:00
Elvar Geir Magnússon
Aitor Karanka: Mitt helsta afrek á ferlinum
Spánverjinn Aitor Karanka er fyrrum aðstoðarþjálfari Real Madrid.
Spánverjinn Aitor Karanka er fyrrum aðstoðarþjálfari Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Aitor Karanka, knattspyrnustjóri Middlesbrough, var í hæstu hæðum af gleði eftir að liðið komst áfram í enska bikarnum með 2-0 sigri gegn Manchester City í gær.

„Ég er búinn að vera knattspyrnustjóri í 14 mánuði og þarna náðum við að vinna eitt besta lið heims. Þetta hljóta að teljast bestu úrslit sem ég hef náð," segir Karanka.

„Það er mikilvægt fyrir stuðningsmenn okkar að hafa náð sigri en hugur minn er á Brentford um næstu helgi. Championship-deildin er enn okkar aðal áhersla."

„Í hálfleik sagði ég við menn að við værum með stjórnina á leiknum þar sem einu tækifæri þeirra komu eftir okkar mistök."

Middlesbrough er nú í öðru sæti Championship-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner