Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 25. janúar 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Balotelli ekki nógu góður á æfingum til að komast í hóp
Úti í kuldanum.
Úti í kuldanum.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að Mario Balotelli sé ekki að standa sig nægilega vel á æfingum þessa dagana til að komast í leikmannahóp liðsins.

Balotelli var ekki í hóp í markalausa jafnteflinu gegn Bolton í gær og eftir leik útskýrði Rodgers að Ítalinn verði að rífa sig í gang ef hann vill komast í hóp á nýjan leik.

,,Hann veit náklvmlega hvers er ætlast til að komast í hóp. Ég dæmi út frá æfingum á hverum degi og það er eins með Mario og aðra leikmenn. Það fær engin sérstaka meðhöndlun," sagði Rodgers.

,,Fabio Borini og Rickie Lambert leggja gríðarlega hart að sér á æfingum og þeir hafa staðið sig vel að undanförnu. Hinn ungi Joddan Rossiter hefur verið frábær á æfingum og hann var á bekknum í dag."

,,Ef þú vilt leggja þitt að mörkum þá verður þú að leggja þig fram á æfingum alla daga til að komast í hóp á leikdag."

,,Þetta er erfitt fyrir hann (Balotelli) en hann veit hversu öflugt liðið er. Þú sérð grimmdina þegar við pressum og ef að þú getur ekki verið með í því þá getur þú ekki verið hluti af því sem við erum að reyna að afreka sem lið."

Athugasemdir
banner
banner