banner
   sun 25. janúar 2015 20:00
Alexander Freyr Tamimi
Cambridge nýtir United peninginn í klósett
Þessir stuðningsmenn munu geta gert þarfir sínar við mannsæmandi aðstæður.
Þessir stuðningsmenn munu geta gert þarfir sínar við mannsæmandi aðstæður.
Mynd: Getty Images
Cambridge United er að fara að raka inn peningum, að minnsta kosti á mælikvarða neðri deildarliðs, þökk sé bikareinvíginu gegn Manchester United.

Cambridge gerði markalaust jafntefli við lærisveina Louis van Gaal á heimavelli sínum í enska bikarnum um helgina, og nú munu liðin mætast aftur á Old Trafford.

Það þýðir að Cambridge mun í heildina líklega þéna um 1,7 milljónir punda, og ágóðinn fer svo sannarlega í gott málefni!

,,Við getum vonandi tekið leikvanginn í gegn og byrjað á að útvega okkur almennileg klósett," sagði stjórnarformaðurinn Dave Doggett.

,,Einhver klósett og svo kannski testofur, og bara gera leikvanginn huggulegri. Það er það sem við munum gera."

Abbey Stadium hefur verið heimavöllur félagsins síðan 1932 og er aldurinn sannarlega farinn að segja til sín. En bikarkeppnin kom til bjargar.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner