Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. janúar 2015 21:47
Alexander Freyr Tamimi
Ítalía: Klúðraði Roma endanlega titlinum í kvöld?
Það verður erfitt fyrir Roma að vinna titilinn úr þessu.
Það verður erfitt fyrir Roma að vinna titilinn úr þessu.
Mynd: Getty Images
Fiorentina 1 - 1 Roma
1-0 Mario Gomez ('19 )
1-1 Adem Ljajic ('49 )

Fiorentina og Roma gerðu í kvöld 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Seríu A, en þessi úrslit þýða að þeir síðarnefndu eru komnir í afar vonda stöðu í titilbaráttunni.

Það var Mario Gomez sem kom heimamönnum í Fiorentina í 1-0 á 19. mínútu leiksins og sú var staðan þegar flautað var til leikhlés.

Snemma í seinni hálfleik jafnaði Adem Ljajic hins vegar metin fyrir Roma og var leikurinn opinn upp á gátt.

Hvorugu liðinu tókst þó að skora sigurmarkið og fá þau því eitt stig hvort.

Roma tapaði þarna mikilvægum stigum í toppbaráttunni, en eftir þrjú jafntefli í röð eru Rómverjar nú sjö stigum frá toppliði Juventus með 42 stig.

Fiorentina er áfram í 6. sætinu með 31 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner