Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. janúar 2015 20:25
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða ÍA 
Marko Andelkovic og Arsenij Buinickij til ÍA (Staðfest)
Arsenij Buinickij í leik með KA í fyrrasumar.
Arsenij Buinickij í leik með KA í fyrrasumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
ÍA hefur fengið miðjumanninn Marko Andelkovic og framherjann Arsenij Buinickij til liðs við sig.

Andelkovic hefur verið á reynslu hjá ÍA undanfarna daga en hann spilaði með liðinu gegn FH í Fótbolta.net mótinu í gær.

Þessi þrítugi Serbi spilaði síðast með Viitorul frá Rúmeníu. Eigandi og stofnandi Viitorul Constanța er enginn annar en Gheorghe Hagi, besti knattspyrnumaður Rúmena frá upphafi.

Andelkovic er uppalinn hjá Partizan Belgrad í heimalandinu. Hann gerði frábæra hluti í Lithaen þar sem hann var tvöfaldur meistari með FK Ekranes árin 2011 og 2012, hann var kosinn besti erlendi leikmaður í sögu félagsins.

Arsenij er þrítugur sem spilaði með KA í fyrstu deildinni síðasta sumar og skoraði 10 mörk. Hann var meistari í Lithaen með Ekranes árið 2012 þegar hann skoraði 13 mörk og það ár voru Arsenji og Marko liðsfélagar. Hann spilaði við FH í Meistaradeild Evrópu árið 2013.

,,Við erum búnir að vinna í þessum leikmönnum í nokkurn tíma og ég er ánægður með að ná loksins að klára þetta," sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA á heimasíðu liðsins.

,,Við fylgdumst vel með Arsenji síðasta sumar og hann er góður sóknarleikmaður með mikla reynslu. Marko kom svo til landsins á reynslu síðustu daga og augljóst að þar er á ferðinni leikreyndur miðjumaður sem er öruggur á boltann og kemur til með að styrkja liðið mikið."
Athugasemdir
banner
banner
banner