Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. janúar 2015 21:13
Alexander Freyr Tamimi
Reykjavíkurmótið: Fjölnissigur eftir dramatískar lokamínútur
Fjölnismenn unnu Fylki.
Fjölnismenn unnu Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir 1 - 2 Fjölnir
0-1 Aron Sigurðarson
1-1 Kolbeinn Birgir Finnsson
1-2 Birnir Snær Ingvason

Fjölnir vann 2-1 sigur gegn Fylki þegar liðin mættust í Reykjavíkurmótinu í kvöld.

Aron Sigurðarson kom Fjölnismönnum yfir í fyrri hálfleik og það virtist allt ætla að stefna í sigur þeirra gulklæddu.

Á 87. mínútu jafnaði hins vegar varamaðurinn ungi, Kolbeinn Finnsson, metin fyrir Fylki. Kolbeinn er fæddur árið 1999 og er sonur Finns Kolbeinssonar.

En markið hans Kolbeins dugði ekki til því að Birnir Snær Ingvason tryggði Fjölni sigurinn undir lokin og lokatölur 2-1 fyrir Grafarvogsliðinu.

Fylkismenn eru því án stiga eftir tvo leiki í A-riðli Reykjavíkurmótsins en Fjölnir er með fullt hús stiga eftir jafn marga leiki og öruggt í undanúrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner