Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 25. janúar 2015 18:47
Alexander Freyr Tamimi
Reykjavíkurmótið: Víkingur vann Þrótt
Stefán Þór Pálsson (t.v.) skoraði sigurmark Víkings.
Stefán Þór Pálsson (t.v.) skoraði sigurmark Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R 1 - 0 Þróttur R
1-0 Stefán Þór Pálsson

Víkingur hafði betur gegn Þrótti, 1-0, þegar liðin mættust í B-riðli Reykjavíkurmótsins rétt í þessu.

Staðan var enn 0-0 þegar flautað var til leikhlés í Egilshöllinni, en í þeim síðari dró til tíðinda.

Þróttarar voru virkilega ósáttir með að fá ekki vítaspyrnu í seinni hálfleiknum og voru í raun enn að mótmæla þegar Víkingar geystust upp í sókn. Þar skoraði Stefán Þór Pálsson mark sem reyndist vera sigurmark leiksins.

Þróttarar fengu að vísu nóg af tækifærum til að jafna og hittu tvisvar í stöngina. Seinna stangarskotið var hörkuskalli eftir góða fyrirgjöf rétt fyrir leikslok.

Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og 1-0 sigur Víkings staðreynd. Bæði lið voru með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína en Víkingur fór upp í 3. sætið með sigrinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner