Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 25. janúar 2015 23:00
Alexander Freyr Tamimi
Segir Ödegaard hafa viljað fara til Barcelona
Ödegaard fór til Real Madrid.
Ödegaard fór til Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard er einn frægasti fótboltamaður heims þessa dagana, þrátt fyrir að vera einungis 16 ára gamall.

Þetta norska undrabarn gekk til liðs við Real Madrid frá Stromsgödset á dögunum eftir að hafa ferðast um Evrópu og æft hjá nánast öllum stærstu knattspyrnufélögum álfunnar.

Ödegaard hafði heimsótt og æft með Liverpool, Arsenal, Bayern og Barcelona áður en hann kaus að ganga til liðs við Evrópumeistarana, þar sem hann fær 80.000 evrur í laun.

Duncan Castles, fréttamaður hjá Bleacher Report, heldur því þó fram að Norðmaðurinn ungi hafi mest af öllu viljað ganga til liðs við Barcelona.

Hins vegar hafi heimsóknin til Barcelona ekki verið jafn góð og vonast var eftir. Til að mynda voru Börsungar einungis tilbúnir að bjóða honum um fjórðung af því sem Real Madrid bauð í laun. Þá virtist félagið einfaldlega ekki sýna jafn mikinn áhuga og Real Madrid.

Faðir Ödegaard var einnig hrifinn af Barcelona að sögn Castles, en á endanum völdu þeir Madrídinga. Sú staðreynd að Ödegaard eldri fékk starf sem unglingaþjálfari hjá Real Madrid hafði einnig mikið að segja.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner