Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. febrúar 2017 15:43
Alexander Freyr Tamimi
Conte minnist svefnlausra nótta
Conte bíður með að fagna.
Conte bíður með að fagna.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea, man hvernig það var að glutra niður ítalska meistaratitlinum sem leikmaður Juventus og segist ekki hafa sofið í viku eftir að það gerðist.

Sem fyrirliði Juventus þurfti Conte að horfa á eftir titlinum tímabilið 1999-2000 þrátt fyrir að liðið hafi verið með sjö stiga forskot á toppnum þegar sex umferðir voru eftir. Nú er Chelsea með átta stiga forskot og mun fleiri leiki eftir.

„Ég hef átt tvær svona upplifanir, eina góða og aðra slæma," sagði Conte.

„Lazio vann sjö stig á okkur í síðustu sex leikjunum og við töpuðum titlinum í lokaleiknum gegn Perugia. Ég var fyrirliði og man eftir því að í kjölfar leiksins þurfti ég að fara með landsliðinu að undirbúa fyrir EM. Ég svaf ekki í sex daga því ég var í svo miklu áfalli yfir að tapa titlinum."

Tveimur tímabilum síðar var Juventus sex stigum á eftir Inter þegar tveir leikir voru eftir. Þá vann Juventus titilinn.

„Við unnum síðasta leikinn gegn Udinese og Inter tapaði gegn Lazio," sagði Conte.

„Ég hef upplifað þetta. Ég held áfram að endurtaka mig, það eru 13 leikir eftir og 39 stig í pottinum. Það er langt þangað til við getum sagt að við höfum unnið titilinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner