Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. febrúar 2017 20:47
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
David Moyes: Við höfum enn tíma til að komast á flug
Mynd: Getty Images
David Moyes stjóri botnsliðs Sunderland var skiljanlega svekktur eftir 2-0 tap sinna manna gegn Everton í dag. Hann var ekki ánægður með spilamennsku liðsins, sérstaklega í fyrri hálfleik.

Moyes hefur þó enn trú á því að Sunderland liðið geti haldið sæti sínu í deildinni.

„Ég var ekki ánægður með spilamennskuna í fyrri hálfleik, og sendingarnar voru hræðilegar. Við spiluðum ekki með neinu sjálfstrausti."

„Við höfum enn tíma til að komast á flug," sagði Moyes.

Sunderland liðið er í erfiðum málum í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner