Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 25. febrúar 2017 16:53
Alexander Freyr Tamimi
England: Gylfi með stoðsendingu í tapi gegn Chelsea
Gylfi í baráttunni við Victor Moses í dag.
Gylfi í baráttunni við Victor Moses í dag.
Mynd: Getty Images
Topplið Chelsea reyndist of stór biti fyrir Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Cesc Fabregas kom Chelsea í 1-0 eftir tæpar 20 mínútur en rétt fyrir leikhlé jafnaði Fernando Llorente metin eftir stoðsendingu frá Gylfa. Þeir Pedro og Diego Costa kláruðu hins vegar leikinn fyrir Chelsea í seinni hálfleik.

Crystal Palace vann góðan sigur á Middlesbrough, 1-0, þökk sé marki frá Patrick van Aanholt. Þá vann Everton 2-0 sigur gegn Sunderland og West Brom hafði betur gegn Bournemouth, 2-1.

Jóhann Berg Guðmundsson var fjarri góðu gamni vegna meiðsla þegar félagar hans í Burnley gerðu 1-1 jafntefli gegn Hull.

Chelsea 3 - 1 Swansea
1-0 Cesc Fabregas ('19 )
1-1 Fernando Llorente ('46 )
2-1 Pedro ('72 )
3-1 Diego Costa ('84 )

Crystal Palace 1 - 0 Middlesbrough
1-0 Patrick van Aanholt ('34 )

Everton 2 - 0 Sunderland
1-0 Idrissa Gueye ('40 )
2-0 Romelu Lukaku ('80 )

Hull City 1 - 1 Burnley
1-0 Tom Huddlestone ('72 , víti)
1-1 Michael Keane ('76 )

West Brom 2 - 1 Bournemouth
0-1 Joshua King ('5 , víti)
1-1 Craig Dawson ('10 )
2-1 Gareth McAuley ('22 )
Athugasemdir
banner
banner
banner