lau 25. febrúar 2017 16:26
Elvar Geir Magnússon
Garðar og Halldór Kristinn aðstoðarþjálfarar Leiknis
Halldór Kristinn Halldórsson.
Halldór Kristinn Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir í Breiðholti hefur ráðið aðstoðarþjálfara en Kristófer Sigurgeirsson var ráðinn aðalþjálfari eftir síðasta tímabil.

Garðar Gunnar Ásgeirsson og Halldór Kristinn Halldórsson verða aðstoðarþjálfarar Kristófers.

Garðar Gunnar Ásgeirsson er öllum hnútum kunnugur hjá Leikni bæði sem þjálfari í yngri flokkum, leikmaður og síðast ekki síst sem þjálfari meistaraflokks. Síðustu ár hefur Garðar þjálfað hjá Stjörnunni við góðan orðstír.

Garðar stýrði Leikni upp í 1. deildina á sínum tíma.

Halldór Kristinn er 28 ára varnarmaður og verður spilandi aðstoðarþjálfari. Hann er uppalinn hjá Leikni og er að stíga sín fyrstu skref í þjálfun. Halldór er fyrrum leikmaður Vals og Keflavíkur.

„Við óskum þeim Gæa og Dóra til hamingju með ráðninguna og óskum þeim góðs gengis í nýja starfinu," segir á heimasíðu Leiknis en liðið hafnað um miðja Inkasso-deildina í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner