lau 25. febrúar 2017 18:39
Elvar Geir Magnússon
Markvörður Sutton meiddist - Útispilari fór í markið
Wayne Shaw var ekki til staðar!
Wayne Shaw var ekki til staðar!
Mynd: BBC
Umtalaðasta utandeildarlið heims, Sutton United, neyddist til að setja útispilara í markið þegar liðið vann Torquay í dag.

Eins og frægt er var varamarkvörðurinn Wayne Shaw látinn fara frá félaginu eftir að hann var sakaður um veðmálasvindl þegar hann át böku á bekknum í bikarleik gegn Arsenal. Shaw viðurkenndi í viðtali eftir leik að vinir sínir hefðu fyrir leik veðjð á að hann myndi borða á bekknum.

Eftir brotthvarf Shaw var Sutton án varamarkvarðar í dag og lenti í vandræðum þegar aðalmarkvörðurinn Ross Worner fór meiddur af velli.

Varnarmaðurinn Simon Downer var settur í rammann en þrátt fyrir það náði Sutton að landa 3-2 sigri.

Sjá einnig:
Ljósmyndarar elta varamarkvörðinn á röndum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner